A A A

Valmynd

Skólatöskudagar 2013

| 24. september 2013

 

Vikuna 30. september – 4. október 2013 mun Iðjuþjálfafélag Íslands standa fyrir Skólatöskudögum í samstarfi við Landlæknisembættið. Skólatöskudagar eru árlegur viðburður þar sem áhersla er lögð á forvarnir og kynningu á faginu og er þetta í áttunda sinn sem þeir eru haldnir. 

Markmið Skólatöskudaga er að vekja nemendur, foreldra og samfélagið í heild til umhugsunar um áhrif rangrar notkunar skólatöskunnar á líkamlega heilsu barna og ungmenna. Skólataskan gegnir stóru hlutverki í lífi nemenda því þeir bera hana í um 180 daga á ári,  að lágmarki í 10 ár. Að kaupa góða tösku handa barninu er ekki nóg ef notkun hennar er ekki rétt.

Grunnskólinn á Hólmavík hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt í verkefninu og mun taka þátt í því í ár. Hinsvegar verða Skólatöskudagar haldnir vikuna 23.  – 27. september í Grunnskólanum á Hólmavík. Skipulagið verður með þeim hætti að farið verður inn í alla bekki skólans þar sem stutt fræðsla verður um notkun skólatöskunnar og kannað hvort þyngd töskunnar sé hæfileg fyrir barnið með því að vigta barn og skólatösku. Upplýsingar verða svo sendar heim með barninu.

 

Með góðri kveðju,

Jóhanna Hreinsdóttir, iðjuþjálfi

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júní 2024 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir