A A A

Valmynd

Skólahald frá 3. nóvember 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 04. nóvember 2020

Með útgáfu reglugerðar um takmörkun í skólastarfi 3. nóvember sjá hér, verða nokkrar breytingar á skipulagi skólahalds á Hólmavík. 

Í Grunnskólanum á Hólmavík verða nemendur í tveimur rýmum, nýja skóla og gamla skóla: 

 25 nemendur verða í nýja skóla í 5.-10. bekk skiptast á tvær kennslustofur og svæði fyrir framan hafa sér inngang og salerni. Þessir nemendur eru skyldugir til að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð í skólanum.
Í skólabíl hefur þessi hópur líka grímuskyldu. (Fjöldinn er skv. reglugerð sem segir að 25 í 5. bekk eða eldri megi vera saman í rými).
Stundaskrá breytist að því leyti að frímínútur færast til og hádegisverður er á öðrum tíma. Nemendur koma með nesti að heiman.
18 nemendur verða í gamla skóla í 1.-4. bekk með sér inngang og sér salerni. Þeir eru ekki skyldugir til að nota grímu og eru undanþegnir fjarlægðarmörkum. (Fjöldinn er vel undir fjöldatakmörkunum sem leyfa 50 saman á þessum aldri.) 

Fæst breytist hjá þessum hópi og stundaskráin breytist ekki. Nemendur koma með nesti að heiman.
Íþróttakennsla í íþróttamiðstöð og sundlaug fellur niður og er ekki leyfileg en íþróttakennari sér um hreyfingu, útivist og leiki við skólann.

Íþróttaæfingar Geislans eru ekki leyfðar og falla niður en Félagsmiðstöðin Ozon verður rafræn.

Tónlistarkennsla verður með svipuðu fyrirkomulagi og áður en einhver breyting verður á hóptímum og hefur verið kynnt foreldrum sérstaklega.
Frístund starfar áfram en færir bækistöð sína í gamla skóla.

Allt starfsfólk grunn- og tónskólans notar grímu og ekki verða fleiri en 10 starfsmenn í hvoru rými á sama tíma.

Foreldrar koma ekki í skólann nema brýna nauðsyn beri til og eru þá með grímu. Samskiptavika verður rafræn.
Skólabílar fara heim 14:30 og 16:00 eins og áður (endurskoðað) eftir þörfum.  Grímuskylda er í skólabíl fyrir 5. bekk og eldri. Viðbótarfarþegar eru ekki leyfðir í skólabíl. 
Nánari upplýsingar eru í tölvupósti sem foreldrar hafa fengið.

Í Leikskólanum Lækjarbrekku gilda þær reglur að foreldrar beri grímu þegar þeir koma börnin í leikskólann. Spritta þarf hendur við dyr, kveðja börn í fataklefa og halda skal tveggja metra fjarlægð við starfsfólk og aðra fullorðna. Foreldrar eru beðnir að sýna tillitsemi og bíða ef margir mæta á sama tíma. Börnin eru sótt á útisvæði eins og áður, foreldrar nota grímu og halda tveggja metra fjarlægðarmörk.
Leikskólabörn eru undanþegin grímunotkun og tveggja metra reglu og þau mega vera 50 saman á svæði. Starfsfólk er ekki fleira en 10 manns í húsi á hverjum tíma en þarf að gæta að tveggja metra reglu við hvert annað og nota grímu gangi fjarlægðarmörkin ekki. 
Starfsfólk leikskólans sér um reglulega sótthreinsun og þrif og börnin eru dugleg að þvo sér.
Starfsmaður í eldhúsi notar grímu og aðrir sem koma að starfinu þar á meðal skólastjóri og kennarar sameiginlegs skóla. 
Það er ekki mikil munur á reglugerðinni og því sem gert hefur verið í leikskólanum í haust. 

Hér eru ýmsar spurningar og svör um skólastarf 
https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-og-covid-19

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Mars 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir