A A A

Valmynd

Skemmtileg heimsókn á Sauđfjársetriđ - tóvinna

| 18. september 2012
Hildur Pálsdóttir sýnir áhugasömum nemendum hvernig ull er kembd.
Hildur Pálsdóttir sýnir áhugasömum nemendum hvernig ull er kembd.

Í gær brugðu nemendur í 1.-7. bekk undir sig betri fætinum og fóru í ferðir út á Sauðfjársetur. Það var Ásta Þórisdóttir listgreinakennari sem skipulagði ferðirnar í samstarfi við Ester Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra Sauðfjársseturs. Ferðin var hluti af námi nemenda í listgreinum þar sem þau eru að fræðast um tóvinnu og hvernig aðferðin er við að jurtalita ull. Hildur Pálsdóttir á Geirmundarstöðum var svo elskuleg að taka á móti hópnum og fræða þau og sýna þeim hvernig ull er unnin.

Nemendur fengu að kemba ull og búa til lopa sem kallast að lyppa. Þá er lopinn spunninn í rokki þar sem hann er gerður að bandi sem síðan er hægt að prjóna úr eða vefa. Einnig skoðuðu nemendur listsýningu Aðalheiðar Eysteinsdóttur sem ber nafnið Áningarstaður. Þar sýnir Aðalheiður skúlptúra og lágmyndir unnar úr timbri og fundnum hlutum. Listakonan raðar saman timburbútum svo úr verða lifandi manneskjur, dýr og hlutir sem tengjast réttardeginum og þeim fjölbreyttu hefðum sem skapast hafa í kringum íslensku sauðkindina.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nćstu atburđir