A A A

Valmynd

Opiđ hús og baráttudagur gegn einelti

| 07. nóvember 2013

Á morgun, föstudaginn 8. nóvember verður opið hús í skólanum frá kl. 13.00 - 14.30.

8. nóvember baráttudagur gegn einelti og þennan dag ljúkum við vinnu á þemadögum. Í tilefni af baráttudegi gegn einelti munum við hefja opnunina með því að hringja skólabjöllunni í 7 mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Gestum gefst tækifæri til að skrifa undir þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti.

Á opnu húsi verður vinna nemenda á þemadögum sem unnin var í fimm smiðjum til sýnis. Nemendur hafa hannað hlóðfæri og leiktæki. Mjúkar furðufígúrur hafa litið dagsins ljós og merki skólans er að taka á sig mynd í stóru mósaik verki. Ekki má gleyma kræsingunum sem nemendur hafa bakað og verður gestum boðið að smakka.

Allir velkomnir
- Nemendur og starsfólk

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir