A A A

Valmynd

Önnur vika skólaársins

| 06. september 2010

Þá er annarri kennsluviku skólaársins að ljúka. Strax á mánudag bárust fréttir af hitabylgju sem átti  að skella á landinu. Sannast sagna stóðst þetta allt og hitinn hefur verið talsvert mikill og þá ekki síst innandyra. Þetta hvatti til kennslu utandyra sem fellur yfirleitt vel í kramið hjá nemendum, sérstaklega þeim yngri.


Tónskólinn er kominn vel af stað. Eins og alltaf gerist í upphafi er eitthvað um árekstra þar sem nemendur og kennarar þurfa saman að finna lausnir og nýja tíma. Minnsta breyting getur valdið miklum tilfæringum hjá kennurum Tónskólans sem leysa þetta vel af hendi með bros á vör.


Nemendur í 8. - 10. bekk hafa verið að skila valblöðum og er allt val að fara af stað. Nemendur skiptast nokkuð jafnt niður á valgreinarnar þar sem 10 ætla að leggja fyrir sig listir, 13 hestamennsku og 12 þýsku. Fjórða valgreinin er svo tónlist sem  8 nemendur ætla að stunda í vetur sem valgrein.


Heimasíðan hefur tekið miklum framförum í vikunni og hafa margir haft samband við skólann og líst yfir ánægju sinni með vefinn. Á síðunni hafa verið að bætast við upplýsingar frá einstaka fagkennurum og umsjónarkennarar hafa einnig sett inn fréttir og myndir. Myndir frá skólastarfinu hjá 3. og 4. bekk og ferð nemenda í 9. og 10. bekk til Danmerkur eru komnar inn og er virkilega gaman að skoða þær.

Skráningar í matinn hjá Café Riis er með eindæmum góð og nú er talan komin á sjöunda tug þrjá daga vikunnar. Maturinn nú þykir bæði fjölbreyttur og ljúffengur sem skiptir miklu máli þegar þröngt er á þingi.


Enn bætist við starfsemina í skólanum þegar félagsmiðstöðin Ozon hefur starfsemi sína í næstu viku. Fyrsta vikan verður notuð til að kynna starfið fyrir krökkunum og kjósa í nemendaráð yngri og eldri nemenda. Yngri, 5. - 7. bekkur mun hittast á þriðjudagskvöldið klukkan 19:30 og eldri hópurinn 8. - 10. bekkur á miðvikudagskvöldið klukkan 20:00.


Í heildina hefur vikan gengið vel og það er gaman að sjá svona marga broshýra og glaðlynda nemendur og starfsmenn.


Minnum á starfsdaginn á föstudaginn 10. september!
 

Bjarni Ómar og Hildur 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2024 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir