A A A

Valmynd

Niđurstöđur foreldrakönnunar I

| 07. apríl 2011
Í nóvember sl. framkvæmdi innra mats teymi Grunnskólans á Hólmavík foreldrakönnun með það að leiðarljósi að kanna viðhorf foreldra til agamála, eineltis, skólastjórnenda, starfsmanna, námsefniskynninga, bekkjarnámskráa, upplýsingagjöf um markmið og leiðir í námi, upplýsingagjöf um stöðu nemenda í ákveðnum greinum, heimanám, þemadaga og líðan nemenda. Könnunin var sett upp á rafrænt með 14 spurningum um skólastarfið sem foreldrar svöruðu á tölvu fyrir eða eftir foreldraviðtal í nóvember. Eftir það fékk fyrirtækið Outcome svörin í hendur, rafrænt, og greindi upplýsingarnar og sendir okkur niðurstöðurnar. Könnunin var liður í því að bæta skólastarfið með markvissum hætti en samkvæmt 36. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 er kveðið á um að hver grunnskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs. Matið á að leiða til umbóta sem þýðir að niðurstöður þess á að nota til að vinna að umbótum í skólastarfinu. Það er gert með því að setja fram umbótaáætlun þar sem koma fram þeir þættir sem þarfnast umbóta, til hvaða aðgerða á að grípa, hver er ábyrgur fyrir hverri aðgerð, hvenær hún á að komast til framkvæmda og hvenær eigi að meta hvort aðgerðin hafi skilað ávinningi og það er það sem innra mats teymið hefur haft að leiðarljósi í vinnu sinni í vetur. Hér má sjá niðurstöður foreldrakönnunar á PDF-formi.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júní 2024 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir