A A A

Valmynd

Nemandi í 8. bekk vinnur til verđlauna í ljóđasamkeppni

| 26. mars 2014
Bára Örk Melsted nemandi í 8. bekk vann til verðlauna fyrir ljóðið sitt Biðin en alls voru 9 ljóð send inn frá nemendum í Grunnskólanum á Hólmavík  í ljóðasamkeppni í tengslum við Bókahátíð á Flateyri. Alls bárust tæplega 60 ljóð frá grunnskólum á Vestfjörðum og voru þrjú ljóð verðlaunuð. Verðlaunin eru auk viðurkenningskals er fjölskylduferð á Kayak um Önundarfjörðinn í boði Grænhöfða. Nánar um keppnina.

Við óskum Báru Örk til hamingju með ljóðið og verðlaunin
Hér fyrir neðan er ljóðið sem Bára Örk sendi í keppnina:

Biðin

Biðin er löng.
Já. Biðin er löng.
Við erum alltaf að bíða.
Við erum alltaf að bíða eftir einhverju.
Hverju?
Hverju erum við eiginlega að bíða eftir?
Hverju sem er.
Það er erfitt að bíða.
Mörgum finnst erfitt að bíða.
Þeir brjálast.
Biðin eftir öllu.
Biðin eftir heiminum.
Biðin eftir alheiminum.
Eða er það alheimurinn sem bíður eftir okkur?
Alheimur, hér er ég, ég er tilbúin,
þú þarft ekki að bíða eftir mér.
Ég er hér.
 
Bára Örk Melsted

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir