A A A

Valmynd

Kynning á islamstrú í 5.-7. bekk.

| 03. október 2012
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir

Nemendur í 5.-7. bekk hafa í haust unnið með og kynnst hinum ýmsu trúarbrögðum í samfélagsfræði hjá Kolbrúnu og Möllu Rós. Trúarbragðafræði er orðin hluti af sjálfstæðum námsgreinum í grunnskóla en hefur ráðstöfunartíma sameiginlega með samfélagsgreinum í viðmiðunarstundaskrá. Nú er aukin áhersla á önnur trúarbrögð en kristni sem verður að teljast eðlilegt í ljósi vaxandi fjölmenningar í landinu og aukinna tengsla á milli ólíkra menningarsvæða í veröldinni. Á haustönn hafa nemendur okkar kynnst búddatrú, hindúatrú, kristni, islam og gyðingdómi. Í síðustu viku fengu þau góðan gest til sín til að kynna islamstrú. Alma er gift Hicham Mansri sem er islamstrúar og búa þau hér á Hólmavík ásamt dóttur sinni Amiru Lindu. Eins og sjá má á myndunum kom Alma prúðbúin og sýndi nemendum ýmsa muni sem tengjast islamstrú. Hún leyfði börnunum líka að máta föt sem hún kom með og þau höfðu mjög gaman af því. Við þökkum Ölmu kærlega fyrir góða heimsókn og kynningu.

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir