A A A

Valmynd

Kór MH heimsćkir okkur

| 28. mars 2011

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt tónleika fyrir nema á leikskólanum Lækjarbrekku, grunnskólanema frá Drangsnesi og Hólmavík í Hólmavíkurkirkju í dag kl. 10. Efnisskrá kórsins var afar fjölbreytt með íslenskum og erlendum tónverkum eftir ólíka höfunda. Þau heilluðu okkur alveg upp úr skónum með sínum frábæru tónum og takti. Þetta er í fyrsta sinn sem kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Strandir, en hann er skipaður 87 nemendum á aldrinum 16-20 ára. Hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga og spilaði Jakob Ingi Sverrisson nemandi í Tónskólanum á Hólmavík með kórnum í lokin við frábærar undirtektir viðstaddra. Stjórnandi kórsins í ferðinni og allt frá stofnun hans er Þorgerður Ingólfsdóttir og náði hún vel til krakkanna. Kórinn er á ferðalagi um Dali, Reykhólasveit, Strandir og Snæfellsnes og héldu m.a. frábæra tónleika fyrir alla í Hólmavíkurkirkju í gær. Fararstjórar í ferð kórsins eru rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason og Jóhann Ingólfsson kennari.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir