A A A

Valmynd

Jón, Guđjón og Íris í fyrstu 1., 2. og 3. sćtunum í Stóru upplestarkeppninni

| 07. mars 2012
Grunnskólinn á Hólmavík hefur að undanförnu undirbúið þátttöku nemenda okkar í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk. Umsjón með verkefninu innan skólans hefur verið er í höndum Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, íslenskukennara og umsjónarkennara í 7. oog 8. bekk og Jóhönnu Ásu Einarsdóttur umsjónarkennara í 7. og 8. bekk. Skipulagning með verkefninu í heild sinni hér á svæðinu var í umsjón Drangsnesinga þetta árið og var lokahátíðin haldin þar í dag 7. mars. Markmið upplestrarkeppni er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og að gefa kennurum tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Keppendur okkar komu tímanlega á staðinn í dag, kynntu sér aðstæður og kíktu m.a. í pottana á Drangsnesi og fengu sér létta hressingu fyrir keppni í góðum félagsskap Hrafnhildar, Ásu, Ingu og Bjarna Ómars skólastjóra. Alls tóku tólf nemendur þátt í lokahátíðinni í dag frá Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum. Óhætt er að segja að í svona keppni séu allir sigurvegarar á einn eða annan hátt. Það er ekki einfalt mál að stíga á svið og lesa með tilþrifum fyrir fjölda manns og þeir sem ekki unnu til verðlauna áttu líka glæsilega spretti. Sérstaka viðurkenningu fyrir upplestur á ákveðnum texta fékk Daníel Elí Ingason Grunnskólanum á Drangsnesi. Það voru þrír nemendur okkar í 7. bekk sem hrepptu þrjú fyrstu sætin í keppninni en Jón Stefánsson var í 1. sæti, Guðjón Alex Flosason í 2. sæti og Íris Jóhannsdóttir í 3. sæti og fengu þau bókagjafir og vegleg peningaverðlaun. Drangsnesingar tóku vel á móti hópnum, fluttu söngatriði í hléi og buðu gestum í glæsilega kaffiveislu í félagsheimilinu Baldri að keppni lokinni. Við erum afar stolt af öllum okkar þátttakendum og óskum vinningshöfunum og kennurum þeirra hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir