A A A

Valmynd

Íţróttahátíđin í Bolungarvík

| 10. október 2011
Kristín Lilja, Branddís Ösp Una Gíslrún á góđri stund.
Kristín Lilja, Branddís Ösp Una Gíslrún á góđri stund.
Á föstudaginn tóku nemendur 8. - 10. bekkjar þátt í hinni árlegu íþróttahátíð í Bolungarvík.  Það voru þau Kolbeinn Skagfjörð íþróttakennari og Salbjörg Engilbertsdóttir, móðir - með meiru, sem fóru með hópinn en alls fóru níu nemendur frá okkar skóla og einn nemandi frá Drangsnesi. Krakkarnir tóku þátt í hárgreiðslu og förðun og fótbolta og stóðu sig með mikilli prýði og lentu í 3. sæti í hárgreiðslu og förðun þar sem útbúin var Öskubuska en þemað var Disney ævintýri og í 5. sæti í fótboltanum. Um kvöldið var svo haldið til Ísafjarðar í pizzuveislu og á ball um kvöldið. Að sögn Kolbeins fór hátíðin vel fram og var hópurinn okkar til fyrirmyndar í einu og öllu og skólanum okkar til mikils sóma. Við þökkum Bolvíkingum fyrir góðar móttökur og þessa skemmtilegu hátíð sem gerir nemendum af öllum Vestfjörðum keyft að hittast og skemmta sér saman.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Mars 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir