A A A

Valmynd

Íţróttahátíđ á miđvikudaginn

| 17. janúar 2011
Grunnskólinn á Hólmavík stendur fyrir árlegri íþróttahátíð á miðvikudaginn 19. janúar kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Á hátíðinni skemmta börn og fullorðnir sér saman við íþróttir og leiki, en ekki er um beina keppni að ræða milli einstaklinga eða liða.


Dagskrá
Mæting nemenda og kennara kl. 17:45.

Kl. 18:00. Nemendur ganga inn í salinn með bekknum sínum og umsjónarkennara og setja hátíðina.

  • Stutt ávarp frá nýjum tómstundafulltrúa Strandabyggðar Arnari S. Jónssyni.
  • 1. og 2. bekkur: Klósettleikurinn. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 3. og 4. bekkur: Þrautaboðhlaup. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 5. og 6. bekkur: Brennibolti. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 7. bekkur: Badmintonruna. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 8. og 9. bekkur: Dodgeball. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 10. bekkur: Handbolti. Foreldrar og nemendur taka þátt.
  • 10. bekkur: Trjónufótbolti. Nemendur keppa við kennara.


Drykkir og samlokur verða seldar á staðnum á vægu verði og rennur ágóðinn í nemendasjóð (ekki posi á staðnum). Eftir íþróttahátíðina býður grunnskólinn í sund og minnir á að þeir sem eru 10 ára og yngri verða að vera í fylgd með eldri en 16 ára.

Allir eru velkomnir á íþróttahátíðina.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir