A A A

Valmynd

Í 2. sćti í Lífshlaupinu

| 04. mars 2011

Grunnskólinn á Hólmavík tók þátt í hvatningarleik Lífshlaups Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hófst 2. febrúar og stóð í 20 daga. Skólinn lenti hvorki meira né minna en í 2. sæti í sínum flokki en nemendur skráðu hreyfistig sín á vef Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is. Það var 7. bekkur hreyfði sig hlutfallslega mest af bekkjum skólans eða í 18.780 mínútur eða 939 mínútur á dag að meðaltali. Þar fast á eftir komu nemendur í 1. og 2. bekk. Á meðfylgjandi mynd má sjá prósentuskiptingu á hreyfingu nemenda skólans. Íþrótta- og Ólympíusambandið sendi okkur verðlaunaplatta til eignar og var það Laufey Heiða afmælisbarn dagsins sem tók á móti plattanum fyrir hönd 7. bekkjar sem fær að hafa hann inni í stofunni sinni fyrst um sinn. Við þökkum nemendum okkar innilega fyrir skemmtilega keppni og óskum þeim til hamingju með árangurinn.

 

 

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2023 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir