A A A

Valmynd

Héraðsbókasafnið fyrir umhverfið

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 24. september 2019
Fyrir um það bil ári síðan setti Héraðsbókasafn Strandasýslu sér það markmið að minnka notkun á plasti um helming. Nú hefur komið í ljós að þessu markmiði hefur verið náð og gott betur. Plastnotkun hefur minnkað um meira en 75%.
Sá siður að plasta bókakost safnsins hefur verið við lýði frá upphafi. Lánþegar safnsins eru hins vegar þekktir fyrir að fara sérlega vel með þær bækur sem þeir fá að láni svo plastleysið hefur ekki bitnað á bókunum.
Sett hefur verið upp hilla með bókum sem eru til í tví- og þrítökum og er vinsælt af gestum safnsins að grúska í hillunni og taka með sér gefins bækur.
Þrengsli hafa háð bókasafninu um árabil en unnið er að því í samstarfi við Grunnskólann á Hólmavík að flytja hluta barnabókadeildarinnar í nærliggjandi stofu og þá rýmkast um starfsemina. 
Bókaeign safnsins telur rúmlega18.000 bækur. Keyptar eru inn bækur allt árið en flestar í kringum jólin. 

Bókavörður er Svanur Kristjánsson, hægt er að hafa samband við hann til að gerast félagi í bókasafninu. Bókasafnið er opið frá 8:30- 16:00 á meðan skólastarf er í húsinu. Síðdegisopnun er 17:30-18:30 á þriðjudögum. Síminn er 451 3256 og netfang bokasafn@strandabyggd.is







Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Næstu atburðir