A A A

Valmynd

Háskólalestin heimsćkir Grunnskólann á Hólmavík

| 18. maí 2014

Föstudaginn 23. maí heimsækir Háskólalestin Grunnskólann á Hólmavík. Nemendum í 5. - 10. bekk verður boðið upp á valin námskeið úr Háskóla unga fólksins. Lögð er áhersla á lifandi og skemmtilega vísindamiðlun.
Nemendur velja sér þrjú námskeið en námskeiðin sem verða í boði eru eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði, japanska og vísindaheimspeki. 

Eðlisfræði - Undur ljóssins
Kynntar verða sýnitilraunir með ljós, þar sem fyrirbærin skautun, alspeglun, víxlun og bognun leika lykilhlutverk við að mynda skrautleg mynstur. Meðal tilraunanna verða: Litaheimur límbandsins, mynstur UHU límsins, ljósgreiður úr leisiprentara, mæling á hárþykkt og vatnsbunu ljósleiðari. Þátttakendur fá tækifæri til að búa til eigin uppstillingar að sumum tilraununum.

 

Efnafræði - Efnafræði á tilraunastofu                               
Hvernig má búa til litaturn úr sykurvatni? Eða veggfóðurlím?  Hvernig er hægt að láta vatn rísa inni í tómu glasi og hvernig má búa til hina ýmsu liti í eldhúsinu? Hvort er meira C-vítamín í appelsínusafa eða eplasafa? Hvað er sýra og er hægt að nota hana til að búa til gas?  Þessum spurningum ásamt fleirum verður svarað í námskeiðinu.  Í námskeiðinu munu nemendur gera nokkrar skemmtilegar tilraunir og halda vinnubók. 

Japanska - Japanskt mál og menning
Japönsk menning er um margt sérstök og ímynd landsins til jafns tengd hátækni og hraða nútíma samfélags sem og forn menningu og hefðum.  Á námskeiðinu verður aðeins rýnt í sérkenni japanskrar menningar en sérstaklega verða tekin fyrir grunn atriði í japanskri tungu og munu nemendur læra ýmsar almennar kveðjur og grunn orðaforða.  
Sjónum verður einnig beint að hinu sérstæða ritmáli japönskunnar, hiragana og katagana sem eru hljóðræn og svo kanji sem er myndtákn.  Mun nemendum einnig gefast tækifæri til að skrifa nokkur tákn á hefðbundna vísu.  

                 
Stjörnufræði - Risaárekstrar og leitin að lífi í alheiminum
Hversu oft lenda lofsteinar á jörðinni? Úr hverju eru halastjörnur? Hvernig tengjast halastjörnur og loftsteinar sögu lífsins á jörðinni?
Á námskeiðinu verður meðal annars sagt frá tveimur halastjörnum sem sjást á himninum á þessu ári og loftsteini sem sprakk yfir Rússlandi í vetur. Einnig verður fjallað um rannsóknir jeppans Curiosity á Mars og leitina að lífi í alheiminum.


Vísindaheimspeki - Vísindavefurinn
Hvað eru vísindi og er eitthvað vit í þeim? Hvenær urðu vísindin til og af hverju? Hvað geta vísindin sagt okkur um draugagang og geimverur og hvað eru gervivísindi? Er líf einhvers staðar í geimnum og hvernig væri hægt að hafa samband við vitsmunaverur í öðrum sólkerfum?
Nemendur í námskeiðinu hjálpa til við að svara öllum þessum spurningum og mörgum öðrum. Þeir fá líka að kynnast ýmsum vísindamönnum, bæði löngu látnum og öðrum sprelllifandi. Einnig verður gerð tilraun með andaglas.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir