A A A

Valmynd

Grunnskólinn á Hólmavík tekur ţátt í skólatöskudögum

| 21. september 2010

Hinir árlegu skólatöskudagar Iðjuþjálfafélags Íslands eru haldnir 20.-24. september í ár. Grunnskólinn á Hólmavík tók þátt í verkefninu í fyrsta sinn í fyrra og fór Jóhanna Hreinsdóttir í alla bekki skólans. Í ár fer hún aðeins í 1.-4. bekk því vert er að skoða hvort breyting á heimanámstilhögun valdi því að börnin beri of þungar töskur. Ef foreldrar eða aðrir nemendur skólans hafa áhuga á að fá upplýsingar um rétta notkun skólatöskunnar og vigtun á töskunum er hægt að hafa samband við Jóhönnu þessa viku. 


Markmið skólatöskudaga er að vekja nemendur, foreldra og samfélagið í heild til umhugsunar um áhrif rangrar notkunar skólatöskunnar á líkamlega heilsu barna og ungmenna. Skólataskan gegnir stóru hlutverki í lífi nemenda því þeir bera hana í um 180 daga á ári,  að lágmarki í 10 ár. Að kaupa góða tösku handa barninu er ekki nóg ef notkun hennar er ekki rétt.


Fyrsti til fjórði bekkur í Grunnskólanum á Hólmavík kom ágætlega út og megum við vera stolt af því. Tæp 17% prósent barna í þessum bekkjum bera of þungar töskur en skólataskan má ekki vera meira en 10% af líkamsþyngd barnanna. Þó nokkur börn báru töskur sem voru 9-10 % af líkamsþyngd þeirra og þarf því að gæta vel að því að þau séu ekki að bera óþarfa hluti í skólann. Hvet ég foreldra til þess að aðstoða börnin sín og leiðbeina hvað sé nauðsynlegt að hafa með í skólann og hvað ekki. Einnig hvet ég foreldra barna í 1.-4. bekk að taka heimanámsgöng upp úr töskunum svo börnin séu ekki að bera allt heimanámið í töskunum alla vikuna.


Foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í þessu verkefni og leiðbeina börnunum um rétta notkun skólatöskunnar því heilsa barnanna er okkur öllum mikilvæg.

Bestu kveðjur,
Jóhanna Hreinsdóttir iðjuþjálfi.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júní 2024 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir