A A A

Valmynd

Grein um mikilvćgi samstarfs heimilis og skóla.

| 25. nóvember 2010

Foreldrafélög í grunnskólum eru nú lögbundin og með formlegum leiðum geta þau verið traustur bakhjarl fyrir fulltrúa sína í skólaráði. Flest foreldrafélög starfa þannig að fyrir utan  hefðbundna stjórn eru sérstakir bekkjarfulltrúar foreldra kosnir á hverju hausti sem hafa það hlutverk að leiða samstarfið innan bekkjar og innan árganga.

 

Hlutverk bekkjarfulltrúa er stórt í að virkja foreldra innan hvers bekkjar en bekkjarfulltrúar mynda fulltrúaráð foreldrafélgsins. Bekkjarfulltrúar eru hvattir til að kalla saman foreldra innan bekkjar og taka upp mál sem brenna á einstökum bekkjum eða hópum foreldra. Séu fleiri en einn skóli í sveitarfélaginu þurfa foreldrafélögin að hafa vettvang til að vinna með fulltrúa sínum í skólanefnd eða stjórnsýslu sveitarfélagsins.

 

Að nemanda líði vel í skólaumhverfinu er grundvallaratriði  í námi hans. Er þá átt við líðan nemandans og aðstæður hans í skólanum hvort sem er inn í kennslustund,  í frímínútum, búningsklefum í íþróttum, í mötuneytinu, á skólalóðinni  eða annars staðar þar sem hann dvelur á skólatíma. Það beinir sjónum okkar að mikilvægu atriði í skólaumhverfinu sem er góður bekkjarandi, hvetjandi námsumhverfi og ekki síst jákvætt viðmót alls starfsfólks skólans. Í þessu sambandi gegnir umsjónarkennari lykilhlutverki sem sá aðili sem nemandinn hefur vísan aðgang að og treystir helst á. Umsjónarkennara ber að ganga í mál er varða umsjónarnemendur hans komi eitthvað upp sem betur má fara. Samstarf umsjónarkennara og foreldra er einnig áríðandi ekki síður en trúnaður umsjónarkennara við umsjónarnemanda sinn. Í þessu sambandi þarf umsjónarkennari oft og tíðum að hafa frumkvæði og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu.  Sá stuðningur getur m.a. birst í ábendingum, uppeldislegum leiðbeiningum eða hvatningu. Umsjónarkennarar gefa umsögn um nemendur sína í foreldra-viðtölum sem fram fara að jafnaði tvisvar - þrisvar á ári og er óskiljanlegt að allir foreldrar skuli ekki nýta það tækifæri.

 

Frumkvæði að samstarfi heimilis og skóla þarf að koma frá skólanum og hvatning og vilji skólastjórnenda á Hólmavík um að foreldrar hafi samstarf við skólann er virkilega að koma fram um þessar mundir. Einnig skiptir gott aðgengi foreldra að umsjónarkennara miklu máli. Foreldrar geta nýtt sér vikulega viðtalstíma kennara eða haft samband í gegnum tölvupóst.  Mikilvægt er að allir foreldrar nýti sér þessa möguleika til samstarfs og temji sér jákvæð viðhorf til skólans og nálgist hann af virðingu. Heimsíður skólanna bjóða yfirleitt upp á hagnýtar upplýsingar um skólastarfið og er góð leið fyrir foreldra að nálgast skólann.. Hrós og hvatning eru stundum kölluð H-vítamín sem öllum eru nauðsynleg bæði kennurum, nemendum og foreldrum.  Í hvetjandi skólaumhverfi er samstarf heimila og skóla virkt í gegnum fyrrgreindar leiðir. Ýmsar frekari upplýsingar er hægt að fá á heimsíðu landssamtaka foreldra á heimiliogskoli.is. Hvernig er foreldrasamstarfi háttað í þinni heimabyggð?

 

Við hjá Heimili og skóla hvetjum ykkur, alla foreldra nemenda við Grunnskólann á Hólmavík til þess að mæta á fræðslufund og aðalfund foreldrafélagsins sem fram fer miðvikudaginn 1. desember n.k.  Nú er tækifærið til að hafa jákvæð áhrif á skólastarfið, nám og líðan barnanna ykkar. Þegar þið veljið um að taka þátt í starfi foreldrafélagsins og samstarfi við skólann af helium hug er rétt að hafa í huga að ávinningurinn er meðal annars:

 

  • Betri líðan barnanna ykkar í skólanum
  • Aukinn áhugi og bættur námsárangur
  • Aukið sjálfstraust nemenda
  • Betri ástundun og minna brottfall
  • Jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans
  • Stuðningur við foreldra í uppeldishlutverkinu
  • Aukinn samtakamáttur

Gangi ykkur vel, 

Helga Margrét Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

Heimili og skóla

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2024 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir