A A A

Valmynd

Göngum í skólann

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. september 2020

Verkefnið Göngum í skólann hófst formlega í Grunnskólanum á Hólmavík að morgni 9. september. Ragnar Bragason á Heydalsá flutti hvatningarræðu og startaði verkefninu á einkar viðeigandi hátt og minnti á þrautseigju, jákvæðni og vaxtarhugarfar og mikilvægi þess að hvetja og hrósa. 

Verkefnið mun standa yfir í þrjár vikur og á þeim tíma leggja allir sig fram um að nota virkan ferðamáta á leið til skóla.
Nemendur hafa sett upp stóra pappírspizzu á gangi skólans og í hvert skipti sem gengið er eða hjólað í skólann má setja nafn og álegg á pizzuna. Ef vel gengur er svo von á pizzuveislu þegar verkefninu lýkur.

Starfsfólk og nemendur Grunnskólans á Hólmavík hvetja ykkur öll til að vera dugleg að ganga eða hjóla til vinnu í september.

Nánar um verkefnið má finna hér: http://www.gongumiskolann.is/


Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir