A A A

Valmynd

Góđ gjöf frá nemanda

| 29. nóvember 2011
Hér er Símon Ingi međ Legóiđ
Hér er Símon Ingi međ Legóiđ
« 1 af 3 »

Þessi ungi piltur í 8. bekk Símon Ingi Alfreðsson kom færandi hendi í vor og gaf skólanum alla Legókubbana sína að gjöf í þessum fína kassa. Gjöfin kom sér mjög vel og hafa nemendur skólans notið hennar vel og mikið bæði í sérkennslunni og við leik og störf í skólanum. Símon Ingi var þeirrar skoðunar að kubbarnir kæmu að betri notum hér en heima þar sem margir nemendur þyrftu á því að halda að geta litið upp úr hefðbundnu bóknámi, breytt um umhverfi og farið að kubba sem er jú til gagns og ekki einungis gamans. Legókubbar eru góðir til að þjálfa fínhreyfingar, rökhugsun, stærðfræði og þjálfa samhæfingu augna og handa. Skólinn þakkar Símoni Inga og fjölskyldu fyrir þessa góðu gjöf.

 

Það er ekki nóg með að Símon hafi gefið Legókubbana sína heldur hefur hann verið einstaklega handlaginn hér innan húss og meðal annars aðstoðað okkur við að setja saman þessar hvítu hillur sem hafa reynst nemendum og kennurum vel. Símon er mikill verkmaður, vandvirkur og útsjónarsamur þegar það kemur að því að setja saman hluti og höfum við aldeilis notið góðs af því í gegnum árin.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2024 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir