A A A

Valmynd

Gjöf frá foreldrafélaginu

| 23. október 2019
Nemendur er ánćgđir međ nýju spilin
Nemendur er ánćgđir međ nýju spilin
Grunnskólinn á Hólmavík hlaut síðastliðið vor styrk úr Sprotasjóði til að þróa stærðfræðinám nemenda. Kennarar vinna hörðum höndum að þessu verkefni í samstarfi við kennsluráðgjafa Tröppu. Liður í þessu eru talnastundir sem allir nemendur taka nú þátt í nokkra morgna í viku. Í talnastund er ýmist unnið með kennara á kennarastöð, í sjálfstæðri vinnu eða skapandi hópastarfi.

Á hópstöðinni er meðal annars unnið með stærðfræðispil. Foreldrafélagið gaf skólanum rausnarlega gjöf til að tryggja að nemendur fái sem mest út úr þessu starfi. Hvert stig fékk 30 þúsund krónur til að kaupa stærðfræðigögn og fjölbreytt spil. Fyrsti pakkinn barst okkur í síðastliðinni viku og hefur nú þegar verið tekinn í notkun. 

Við færum foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir myndarlega gjöf og gott samstarf.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Mars 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir