A A A

Valmynd

Fyrstu verðlaun fyrir hugmynd í verkefninu Landsbyggðarvinir

| 22. maí 2014
Í dag fór fram verðlaunaafhending í Norræna húsinu í verkefninu Landsbyggðarvinir - Sköpunargleði, heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og farvarnir.

Það voru nemendur úr fjórum skólum sem kynntu verkefnin sín; Grunnskólinn í Hrísey, Grunnskólin Hofgarðar í Öræfum, Víðistaðaskóli og Grunnskólinn á Hólmavík. Íris Jóhannsdóttir og Kristný Maren Þorvaldsdóttir kynntu verkefnið sitt Smokkar í Ozon  og þeir Guðjón Alex Flosason, Jamison Ólafur Johnson og Trausti Rafn Björnsson kynntu verkefnið Frjálsíþróttavöllur á Hólmavík. Bæði verkefnin hlutu viðurkenningarskjöl fyrir sitt framlag en einnig fengu allir bol landsbyggðarvina að gjöf.

Fyrstu verðlaun hlutu Ísak Leví Þrastarson, Bára Örk Melsted og Sunneva Guðrún Þórðardóttir fyrir verkefnið  Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík. Verkefnið deildi fyrsta sæti með verkefni frá Grunnskólanum Hofgörðum. Allir fengu viðurkenningarskjal, bol og 50.000 kr sem skiptist á milli höfunda verkefnana tveggja.

Við óskum öllum þátttakendum og verlaunahöfum til hamingju með daginn og glæsilegan árangur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir