A A A

Valmynd

Barátta gegn einelti - í allan vetur!

| 09. nóvember 2012
Í gær, fimmtudaginn 8. nóvember, var baráttudagur gegn einelti haldinn í skólanum okkar. Starfsfólk og nemendur komu þá saman á sal, allir fengu afhent armbönd með skilaboðum um jákvæð samskipti og síðan skrifuðu allir nemendur og starfsfólk undir þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti á vefsíðunni gegneinelti.is.

Dagurinn í gær er í raun byrjun á stærra verkefni um baráttu gegn einelti sem mun standa yfir í allan vetur og allir í skólanum taka þátt í. M.a. er stefnt er að því að koma upp listaverki hönnuðu af nemendum í elstu bekkjum í umsjón Ástu Þórisdóttur listgreinakennara. Þá eru einnig á döfinni fræðsla, uppákomur og fleira í vetur. Fréttir af þessu verða að sjálfsögðu fluttar hér á vefnum.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir