A A A

Valmynd

Alţjóđadagur eldri borgara

| 19. október 2012
Ingibjörg og Jón Valur á góđri stund
Ingibjörg og Jón Valur á góđri stund
Árið 2012 er tileinkað öldruðum í Evrópu. Megináherslan er á að auka virkni og færni aldraðra, bæta menntun og brúa kynslóðabilið. Stjórnvöld í Evrópu hafa beitt sér fyrir margvíslegum aðgerðum í tilefni af Evrópuári aldraðra. Landssamband eldri borgara hefur leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og óskað eftir því að athygli grunnskóla verði vakin á Evrópuárinu og sérstaklega alþjóðadegi eldri borgara í skólum 1. október. Af því tilefni komu félagar eldri borgara á Hólmavík í heimsókn í skólann okkar. Þau heimsóttu nemendur og kennara í 5.-7. bekk. Formaður félagsins, Maríus Kárason, kynnti félagið og starfsemi þess. Nemendur voru búnir að undirbúa komuna með spurningum sem þau leituðu svara við og komust að því að eldri borgarar í Strandabyggð sitja ekki auðum höndum heldur eru dugleg að hittast og föndra, iðka boccia, smíði, lestur fyrir vistmenn sjúkrahússins og gönguferðir. Félögum eldri borgara er þakkað kærlega fyrir komuna og þetta góða tækifæri þar sem ungir og aldnir fái tækifæri til að hlusta hvert á annað, kynnast og ræða saman.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júní 2023 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir