A A A

Valmynd

8., 9. og 10. bekkur í stćrđfrćđikeppni á Akranesi

| 21. mars 2011

Á miðvikudaginn í síðustu viku héldu nokkrir nemendur unglingadeildarinnar ásamt Jóhönnu Ásu stærðfræðikennaranum sínum á árlega keppni þriggja efstu árganga grunnskóla í stærðfræði sem fór fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Mikill fjöldi nemenda úr ellefu skólum tók þátt í keppninni. Verkefnin sem lögð voru fyrir í keppninni komu frá hópi fólks sem tengist Flensborgarskóla í Hafnarfirði og að venju var sams konar keppni háð á sama tíma víðar um land. Úrslit í keppninni verða tilkynnt og viðurkenningar afhentar við athöfn á sal skólans laugardaginn 2. apríl. Norðurál á Grundartanga greiðir allan kostnað við keppnina og gefur verðlaun en að keppni lokinni bauð fjölbrautaskólinn öllum til veislu. Auk þess bauð Fjölbrautarskóli Vesturlands hópnum okkar á kynningu um skólann sem nýtist vel þegar hugað er að námi að loknum grunnskóla.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir