A A A

Valmynd

540 kg. af rusli!

| 20. apríl 2012
Kátir krakkar úr 3. bekk.
Kátir krakkar úr 3. bekk.
Í dag héldum við í Grunnskólanum á Hólmavík okkar árlega umhverfisdag þar sem nemendur og starfsfólk tíndu yfir hálft tonn af rusli hér innanbæjar. Markmiðið með þessum degi er að efla umhverfisvitund nemenda og hvetja þá til að huga betur að umhverfi sínu, bættri umgengni almennt og vekja athygli almennings á umhverfismennt. Einar Indriðason hjá Sorpsamlagi Strandabyggðar hitti hópinn í morgun með fræðslu áður en haldið var af stað í ruslatínsluna. Herlegheitin voru vigtuð á hafnarvoginni og hét sveitastjórn Strandabyggðar á hópinn og fengu þau þrjátíu þúsund krónur fyrir dugnaðinn. Þegar þau komu aftur í skólann fengu þau heitt kakó og áttu saman góða stund í vikulokin. Það var Ingibjörg Emilsdóttir verkefnisstjóri ásamt umhverfisnefnd skólans sem skipulagði okkar fjórða umhverfisdag sem er liður í Grænfánastarfi skólans, en Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum og höfum við nú flaggað honum í þrjú ár og höldum því vonandi ótrauð áfram.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir