A A A

Valmynd

Heilbrigði og velferð

"Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Í skólum þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.

 

Mikilvægt er að skólinn taki mið af þörfum allra barna og ungmenna á einstaklingsbundinn hátt. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Mörg áhugamál barna og ungmenna stuðla að heilbrigði og geta nýst í þessu samhengi. Með því að gefa áhugasviðum þeirra rými í skólastarfinu gefst tækifæri til að vinna út frá styrkleikum og áhuga, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og efla þannig heilbrigði.

Í skóla, sem leggur áherslu á daglega hreyfingu og markvisst hreyfiuppeldi, er lagður grunnur að líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð til lífstíðar. Veita þarf fræðslu um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar". (Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018,http://www.namtilframtidar.is/#!/heilbrigdi-og-velferd)


Heilbrigði og velferð birtist í skólastarfinu með eftirfarandi hætti:

 

  • Reglur um gott nesti

    • Í skólastofunni

    • Leiðbeinandi upplýsingar til foreldra um hollt nesti

    • Alla skóladaga

    • Öll aldursstig

  • Útivistardagur

    • Einu sinni á ári í apríl, daginn eftir sumardaginn fyrsta.

    • Skipulagður af kennurum, þar er staðsetning ákveðin. Stílað inn á hreyfingu og útivist í heimahéraði.

    • Öll aldursstig og allir starfsmenn.

  • Nemendaverndarráð

    • Fundir hjá þeim stofnunum sem koma að ráðinu

    • Skólastjóri ber ábyrgð á teyminu. Sérkennari heldur utan um gögn og mál. Hjúkrunarfræðingur og félagsmálastóri eru einnig í teyminu. Leikskólastjóri er í teyminu.

    • Fundað á tveggja vikna fresti

    • Mál allra nemenda geta komið fyrir ráðið.

  • Skólasálfræðingur

    • Hefur aðsetur í sérkennslustofu grunnskólans þegar hann kemur

    • Nemendaverndarráð vísar málum til sálfræðings. Geta verið greiningar, skimanir, ráðgjöf eða viðtöl

    • Sjö skipti á skólaári eða eftir þörfum að mati Nemendaverndarráðs.

    • Mál allra nemenda geta komið fyrir sálfræðinginn

  • Eineltisáætlun

    • Birtist á heimasíðu skólans

    • Skólastjóri myndar teymi utan um einstök mál

    • Þegar tilkynniningar berast

    • Mál allra nemenda og starfsfólks geta komið fyrir

  • Rýmingaráætlun

    • Í grunnskólanum (hefur ekki verið í öðrum stofnunum)

    • Skólastjóri heldur utan um áætlunargerð og kynnir fyrir starfsfólki. Æfing er skipulögð af skólastjóra og slökkviliðsstjóra. Nemendur og starfsfólk æfa rýmingaráætlun og slökkviliðið æfir sig að leita að týndum nemanda.

    • Einu sinni á skólaári.

    • Allur aldur og starfsfólk

  • Forvarnaráætlun - er í vinnslu í skólanámskrá

    • Í grunnskólanum

    • Skólastjóri heldur utan um áætlunargerð og kynnir fyrir starfsfólki.

  • Norræna skólahlaupið

    • Í heimabyggð, úti

    • Íþróttakennari skipurleggur leiðina í vegalengdunum 2,5 - 5 og 10 km í nágrenni við skólann

    • Á hverju haustin. Þátttaka á vegum ÍSÍ.

    • Öll aldursstig, starfsfólk og almennum borgurum boðið að taka þátt

  • Íþróttahátíð

    • Í Íþróttamiðstöð

    • Íþróttakennari skipuleggur klukkutíma dagskrá í samráði við nemendur þar sem nemendur sýna og skora á foreldra sína í íþróttir og leiki. Elstu nemendurnir skoruðu á starfsfólk. Veitingar seldar sem fjáröflun fyrir félagsmiðstöðina Ozon. Íþróttamaður og hvatningarverðlaun Strandabyggðar afhent.

    • Einu sinni á skólaári í janúar, eftir skóla.

    • Allur aldur, aðstandendur og starfsfólk

  • Íþróttahús

    • Nemendur eru hvattir til íþróttaiðkunnar þar sem það er fléttað inn í skólastarfið. Yngsta stig getur nýtt sér Geislaæfingar á skólatíma. Miðstig getur nýtt sér flestar íþróttaæfingar áður en vinnudegi lýkur. Unglingastigi býðst valfag í íþróttavali.

  • Nemenda- og foreldraviðtöl

    • Í grunnskólanum

    • Umsjónarkennari hittir nemendur sína ásamt aðstandendum, með upplýsingar frá öðru starfsfólki.

    • Í lok hverrar annar, þrisvar á hverju skólaári

    • Allur aldur

  • Sérkennari

    • Í grunnskólanum

    • Sérkennari heldur utan um mál nemenda sem þurfa aðlagað námi að öllu eða tímabundið. Heldur utan um skimanir, greiningar og er tengiliður við sérfræðiþjónustu sem koma að skólanum.

    • Allur aldur

  • Þroskaþjálfi

    • Í grunnskólanum

    • Þroskaþjálfi heldur utan um mál nemenda sem þurfa aðlagað námi að öllu eða tímabundið.

    • Allur aldur

  • Trappa-talmeinafræðingur og náms og starfsráðgjöf

    • Í sérkennsluveri

    • Fjarþjálfun með talmeinafræðingi í gegn um tölvu

    • Vikulega meðan þjálfun á sér stað, sumir koma sjaldan en aðrir oft

    • Þeir nemendur sem á þurfa að halda

Uppfært í júní 2018

Heilbrigði og velferð

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Næstu atburðir