Upplřsingar flŠ­a inn ß vefinn

| 03. desemberá2012
Ůa­ tekur tÝma a­ byggja h˙s og vefi...
Ůa­ tekur tÝma a­ byggja h˙s og vefi...
Nú er vefurinn okkar óðum að fæðast. Í dag voru settar inn upplýsingar um deildirnar Tröllakot og Dvergakot. Með því að smella á "Deildir" á valmyndinni hér vinstra megin á vefnum má skoða síðurnar um deildirnar - þar er meðal annars hægt að sjá allt dagsskipulagið í vetur. Einnig voru settir inn fjölmargir textar undir "Söngbækur". Þeim er skipt upp í fjóra flokka eins og sjá má. 

Þá voru einnig settar inn upplýsingar um foreldrafélagið okkar; hverjir sitja í stjórn, nokkrar nýjustu fundargerðir og stuttlega um hlutverk félagsins. Þá eru einnig komnar inn myndir af öllum hinum undurfögru starfsmönnum Lækjarbrekku undir "Starfsmenn".
Vefumsjˇn