Þorrablót

Leikskólinn Lækjarbrekka | 28. janúar 2015

Á Bóndadag var haldið Þorrablót í Lækjarbrekku. Börnin undirbjuggu daginn með því að mála og skreyta hjálma sem þau skörtuðu á blótinu. 

Í hádeginu var boðið upp á slátur, kartöflustöppu og rófustöppu í aðalmat. Einnig var harðfiskur, hákarl, hrútspungar og bæði súr og ný sviðasulta með á borðum. Matartíminn var skemmtilegur og var ýmist fussað yfir matnum eða kjamsað á honum, -allt eins og það á að vera! :)


Vefumsjón