Staða leikskólakennara

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 08. september 2022

Staða leikskólakennara

Auglýst er staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla. Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu heilsueflandi skóla.

 Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2022.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang skolastjori@strandabyggd.is

 
 
Vefumsjón