Söngleikurinn Eddi mörgćs bjargar heiminum

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 19. maí 2015
« 1 af 4 »
Á Uppstigningadag var söngleikurinn Eddi mörgæs bjargar heiminum frumfluttur á Íslandi. Sýningin var unnin í samstarfi kirkjunnar, leikskólans Lækjarbrekku, grunnskólans á Hólmavík og grunn- og leikskóla Drangsness. Söngleikurinn fjallar um umhverfismál og tengist því vel því umhverfisstarfi sem unnið er í skólunum. Allir nemendur leikskólans Lækjarbrekku voru þátttakendur í uppsetningunni og stóðu sig með stakri prýði. Við gætum ekki verið stoltari af krökkunum okkar!!!
Vefumsjón