Reglur fyrir leikskóla 3. - 17. nóvember.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. nóvember 2020

Reglugerð um takmörkun í skólastarfi vegna farsóttar hefur verið birt. 
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx...

Í samræmi við reglugerðina förum við fram á að foreldrar beri grímu þegar þeir koma börnin í leikskólann. Spritta þarf hendur við dyr, kveðja börn í fataklefa og halda skal tveggja metra fjarlægð við starfsfólk og aðra fullorðna. Við biðjum ykkur að sýna tillitsemi og bíða ef margir mæta á sama tíma. Sækið börnin á útisvæði eins og áður, notið grímu og haldið tveggja metra fjarlægðarmörk.
Leikskólabörn eru undanþegin grímunotkun og tveggja metra reglu og þau mega vera 50 saman á svæði. Starfsfólk er ekki fleira en 10 manns í húsi á hverjum tíma en þarf að gæta að tveggja metra reglu við hvert annað og nota grímu gangi fjarlægðarmörkin ekki. 
Starfsfólk leikskólans sér um reglulega sótthreinsun og þrif og börnin eru dugleg að þvo sér. Starfsmaður í eldhúsi notar grímu og aðrir sem koma að starfinu þar á meðal skólastjóri og kennarar sameiginlegs skóla. 
Það er ekki mikil munur á reglugerðinni og því sem leikskólinn hefur verið að gera í haust. Gangi ykkur öllum vel.
 
Vefumsjón