Reglur Covid19-október 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 08. október 2020
Eftirfarandi takmarkanir v. Covid 19 eru í gildi skv. reglugerð:
Til foreldra og aðstandenda í Leikskólanum Lækjarbrekku
Að morgni.
1. Sprittið hendur í forstofu áður en þið takið í hurðarhúna og fylgja börnunum í fataklefann og kveðjið þau þar.
2. Gætið að fjarlægðarmörkum (1 metri) við aðra foreldra og starfsfólk. Bíðið ef margir koma á sama tíma
3. Gangið ekki í gegnum starfsmannaálmu og ekki í gegnum leikskólann frá fataklefa að útisvæði.
Síðdegis.
1. Sækið börn á útisvæði. Ef þau eru inni sprittið hendur í forstofu og sækið börn í fataklefa.
2. Gætið að fjarlægðarmörkum (1 metri) við aðra foreldra og starfsfólk. Bíðið ef margir koma á sama tíma.
3. Gangið ekki í gegnum starfsmannaálmu og ekki í gegnum leikskólann frá fataklefa að útisvæði.
Sendið börnin ekki í leikskólann hafi þau flensulík einkenni. Við erum öll almannavarnir.


 

 

 

Vefumsjón