Lubbi, Litir og leikskólinn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 14. október 2021
« 1 af 2 »
Á mánudaginn var gulur dagur í leikskólanum og klæddust börnin fötum í gulum litum í tilefni dagsins.

Á föstudaginn verður svo bleikur dagur í leikskólanum og hvetjum við börn og foreldra til að klæðast bleiku þann dag. Við klæðumst bleiku á föstudag til að heiðra konurnar í okkar lífi sem og að styðja við átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Í tilefni bleika dagsins mun skemmtinefnd sameiginlegs leik-, grunn-, og tónskóla Strandabyggðar hveta starfsfólk skólanna til að klæðast bleiku. Skemmtinefndin mun svo styrkja krabbameinsfélagið um 1000 krónur fyrir hvern starfsmann sem mætir í bleiku þann dag.

Leikskólinn stendur nú fyrir átaksverkefni Lubba. Í átaksverkefninu lesum við bækur í leikskólanum og hvetjum foreldra til að lesa fyrir börnin heima. Fyrir hverja bók sem lesin er fær Lubbi eitt málbein sem hann safnar saman og myndar að lokum þetta fína málbeinafjall.

Átakið stendur yfir til 18. október og því er enn tími til að bæta í beinafjallið. Beinin er hægt að nálgast í leikskólanum og hvet ég foreldra til að taka með sér fleiri bein heim og skila inn á mánudag.
Beinafjöllin eru farin að taka á sig góða mynd og sjá börnin fjallið sitt stækka dag frá degi. 


Vefumsjón