Lubbavísur aðgengilegar á heimasíðunni

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. apríl 2017
Við höfum verið að vinna töluvert með Lubba, sem finnur málbein. Krakkarnir eru búinir að læra nokkrar hljóðavísur tengdar íslensku málhljóðunum. Hér á heimasíðunni undir "söngbækur" er að finna Lubbavísurnar sem við börnin erum búin að leggja nám á. Hvert málhljóð á sitt eigið tákn og um að gera að láta krakkana kenna ykkur hvernig táknið er fyrir þau málhljoð sem þau eru búin að læra. Táknið er gert samhliða því sem hver lubbavísa er sungin.
Vefumsjón