Kaffih˙safer­

Leikskˇlinn LŠkjarbrekka | 13. desemberá2012
Þann 11. desember var farið í kaffihúsaferð á Cafe Riis til hennar Báru okkar. Frábær mæting var í þessa ferð og skundaði saman stór hópur af börnum, foreldrum og starfsfólki yfir á Cafe Riis. Þar tók Bára á móti okkur með rjúkandi kakó og piparkökur. Börnin sungu nokkur jólalög fyrir viðstadda og svo gæddum við okkur á veitingunum. Þetta var frábær heimsókn á Cafe Riis sem lauk með því að öll börnin fengu afhenta jólagjöf frá Báru. Kærar þakkir fyrir okkur!!!
Vefumsjˇn