Jólaseríurúntur 5 ára hóps

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 14. desember 2017
Á aðventunni hefur skapast sú hefð hér í leikskólanum að börnin í skólahópnum fara rúnt með skólabílstjóra um Hólmavík til að dást að öllum fallegu og vel skreittu húsunum sem eru hér í fallega bænum okkar. Á hverju ári velja börnin svo fallegasta og jólalegasta húsið að þeirra mati. 
Jólaseríurúnturinn var farinn í dag 14. desember og fóru þau Íris Jökulrós, Kristvin Guðni og Victor Ingi ásamt Ölmu leikskólastjóra og Svani skólabílstjóra í leiðangur um bæinn.
Börnin sáu mörg fallega skreitt hús og skemmtu sér vel. 
Þau komust svo að sameiginlegri niðurstöðu og völdu húsið hennar Frú Stellu og Aríusar sem jólalegasta húsið í ár.
Þau afhentu Stellu viðurkenningarskjal að því tilefni þegar þau komu aftur í leikskólann.
Við í leikskólanum óskum þeim Stellu, Aríusi og börnum innilega til hamingju með sigurinn!
Vefumsjón