Jólahús Hólmavíkur

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 21. desember 2012
Júlla afhent viđurkenningaskjaliđ fyrir skemmtilegast skreytta hús Hólmavíkur 2012
Júlla afhent viđurkenningaskjaliđ fyrir skemmtilegast skreytta hús Hólmavíkur 2012
« 1 af 3 »
Elsti árgangur leikskólans fór í jólaseríurúnt að morgni dags þann 11. desember ásamt þeim Rúnu og Alfreð skólabílstjóra. Tilgangur ferðarinnar var að skoða jólaskreytingar bæjarins og velja síðan skemmtilegast skreytta hús bæjarins. Húsið sem varð fyrir valinu að þessu sinni er að Vitabraut 3. Íbúarnir þar eru Júlli og Gunna og óskum við þeim til hamingju með jólahúsið sitt. Húsráðendur voru ekki heima og var því brugðið á það ráð að finna Júlla í Orkubúinu. Þar var vel tekið á móti mannskapnum og fengu allir kakóbolla í lok ferðar.
Vefumsjón