Jólaball

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 21. desember 2012
Jólaballið okkar var haldið þann 14. desember. Dagurinn byrjaði á því elsti árgangurinn setti upp jólatréð inni í Tröllakoti og skreytti það. Þegar búið var að skreyta jólatréð var hafist handa við að skreyta Tröllakotið og leikskólann allan. Kl. 10:00 var byrjað að dansa í kringum jólatréð og mætti Viðar með harmonikkuna og spilaði undir dansi. Börnin sungu hástöfum og árangurinn lét ekki á sér standa. Tveir rauðklæddir náungar birtust fljótlega við leikskólagirðinguna. Þeir stukku yfir girðinguna og lentu í hinum furðulegustu vandræðum í leiktækjunum. Að lokum tóku þeir eftir krökkunum sem fylgdust dolfallin með atgangnum. Kom þá í ljós að þetta voru þeir Ketkrókur og Giljagaur. Þeir dönsuðu í kringum jólatréð með krökkunum og gáfu þeim svo öllum jólagjafir áður en þeir héldu áfram för sinni.
Vefumsjón