Jól í desember

Leikskólinn Lækjarbrekka | 18. desember 2020
« 1 af 2 »
Það hefur heldur betur verið nóg að gera hjá börnunum á Lækjarbrekku núna undanfarið.

Þrátt fyrir fjöldakamarkanir þá höfum við getað gert hvers kyns uppbrot á okkar daglega starfi

Við höfum:
bakað og skreitt piparkökur
jólaföndrað og skreitt skólann
Fengum kakó og piparkökur hingað til okkar frá Riis og héldum okkar eigið kaffihús.
Farið í jólaljósabíltúr með 5 ára börnunum og skoðað fallegu Hólmavíkina okkar sem er svo jólaleg um þessar mundir.
Búið til jólagjafir fyrir foreldra
Búið til jólakort
Haldið jólaball þar sem alvöru jólasveinar komu og léku sér á leikvellinum í dágóða stund, öllum börnum til ómældrar gleði.
Þeir meir að segja fengu að kíkja aðeins inn, en voru vel sprittaðir og hanskaðir og grýmaðir. Þeir meirað segja sprittuðu á sér tærnar og hárið og skeggið!
Hlustað á vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana
Verið með jólabókadagatal, þar sem þjónn dagsins fær að velja einn pakka. Pakkinn er opnaður og inniheldur bók sem er lesin í samverustund fyrir hádegismatinn.
Núna í þessum skrifuðu orðum eru börnin að hafa kósídag, horfa á jólamynd (Schrek the halls - á íslensku og svo jólamynd með mikka mús)
Öll eru þau að hafa það kósí á dýnum, fá vatn og smá snakk.

Framundan eru svo jólin í allri sinni dýrð.

Við starfsfólk Lækjarbrekku óskum ykkur íbúum Strandabyggðar sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og megi nýja árið færa okkur öllum áframhaldandi gleði og hamingju.


Vefumsjón