Hjóladagur í dag

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 08. júní 2022
« 1 af 2 »
Það er líf og fjör í leikskólanum þessa dagana. Sólin skín og sólarvörnin hefur verið brúkuð í nokkur skipti og það er alltaf gleðilegt.
Í dag er hjóladagur í leikskólanum og þá fá börn að koma með hverskyns farartæki á hjólum og leika sér úti í góða veðrinu. Lögreglan á svæðinu kemur og spjallar um öryggi við börnin, allir setja á sig hjálma og hjóla af stað og lögreglan sér um að loka veginum inn á svæðið á meðan.
Eldri börnin hjóla á planinu fyrir framan leikskólann og Braggann en yngri hjóla í garðinum. Öll börnin fá tækifæri til að spjalla við lögregluna og sjá ljósin á löggubilnum blikka.
Hjóladagur er alltaf sérlega skemmtilegur dagur og frábært að sjá að öll börn eiga farartæki á hjólum og hjálm til að nota.
Veðrið leikur líka við okkur í dag sem er frábært því það verður einhvernveginn allt enn betra og skemmtilegra í góðu veðri.

Vefumsjón