Harmonikkuball

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 02. október 2013
Það var mikið stuð hjá okkur í morgun þegar slegið var upp harmonikkuballi í Álfakoti.
Undanfarnar vikur höfum við verið að æfa okkur í að syngja og dansa eins og Óla skans,
tvö skref til hægri, fyrst á réttunni og fleiri lög.
Í dag kom svo Viðar hingað og við slóum upp harmonikkuballi í Álfakoti.
Allir voru mjög duglegir að syngja og dansa.
Allir fengu síðan að prufa að spila aðeins á sjá hvernig þessi harmonikka virkaði.
Þetta var hin besta skemmtun og við þökkum Viðari kærlega fyrir komuna og spiliríið.
Vefumsjón