Fyrirlestur og fleira skemmtilegt

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 18. október 2013
Fyrirlestur verður í félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 24.október kl. 17.00-20.00
Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir um frumkvæði og leggur út frá spurningunum :
Hvað get ég gert betur í mínum aðstæðum eins og þær eru ?
Hverju get ég breytt, hvað get ég lagt að mörkum ?
" Frumkvæði er ekki bara eitthvert orð. Það er farsæl leið til að blómstra í starfi og hafa skapandi áhrif á umhverfi sitt, hverjar sem aðstæðurnar eru " segir Þorsteinn.

Við viljum hvetja sem flesta að koma á fyrirlesturinn, sem ég veit að verður bæði áhugaverður og skemmtilegur.

Næsta vika verður Vinavika hjá okkur og eru börnin byrjuð að æfa vinalögin. Alþjóðlegi Bangsadagurinn verður n.k
föstudag 25. okt og þá mega börnin koma með bangsann sinn í leikskólann.

Ég vil svo þakka foreldrum fyrir góða mætingu í foreldraviðtölin og þakka ennfremur jákvætt viðhorf til leikskólans.

Góða helgi öll sömul og njótið helgarinnar.Vefumsjón