Foreldrafélagiđ fćrir leikskólanum gjöf

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 21. desember 2012
Þann 14. desember komu þær Heiða og Jóhanna í stjórn foreldrafélagsins og færðu leikskólanum gjafir. Foreldrafélagið gaf leikskólanum Kapla kubba og nýja myndavél. Komu þessar gjafir sér sérlega vel þar sem myndavél leikskólans var orðin töluvert þreytt. Þess má til gamans geta að Kapla kubbarnir eru búnir að vera í nánast stanslausri notkun síðan þeir komu í hús.
Við viljum koma á framfæri þökkum til stjórnar foreldrafélagsins okkar fyrir gjafirnar og ötult starf í þágu barnanna.
Vefumsjón