Dagur leikskólans 2013

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 01. febrúar 2013
Í tilefni af degi leikskólans miðvikudaginn 6. febrúar verður opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku frá kl. 9:00-11:00 og 14:00-16:00.
Við viljum vekja sérstaka athygli á því að frá kl. 10:00-11:00 eru börn fædd 2009 og 2010 í hreyfistund í íþróttahúsinu.
Allir sem áhuga hafa á að koma og skoða skólann okkar og starfsemina sem þar fer fram eru velkomnir í heimsókn.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja
Börn og starfsfólk Lækjarbrekku
Vefumsjón