Bókakassinn kominn aftur

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 11. desember 2012
« 1 af 2 »
Nú erum við búin að fá bókakassann okkar aftur frá bókasafninu og er hann fullur af spennandi bókum. Börnin sem eru fædd árið 2008 fengu það skemmtilega hlutverk að velja bækurnar í kassann. Valdar voru samviskusamlega 32 bækur. Börnin áttu góða stund á bókasafninu og fengu fræðslu hjá Stínu bókasafnsverði um meðferð bóka. Í lok stundarinnar fengu þau öll afhent viðurkenningarskjal.
Vefumsjón