Blćr bangsi og vináttuverkefni

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 08. nóvember 2017
Það er okkur hér á leikskólanum Lækjarbrekku sönn ánægja að segja frá því að við erum orðin Vináttuleikskóli.
Hann Blær bangsi kom til okkar í vikunni. Hann kemur frá Ástralíu og ferðaðist með flugi alla leiðina til Keflavíkur. Hann ferðaðist svo áfram með rútu en lennti svo í hrakningum og villtist. Angantýr lögreglumaður- og fyrrum starfsmaður Lækjarbrekku fann aumingja Blæ kaldan og hræddan uppi á Selárdal og hjálpaði honum að komast á áfangastað.

Vináttuverkefni Barnaheilla á rætur að rekja til Danmerkur og heitir á frummálinu "fri from mobberi"
Vináttuverkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og elstu bekki grunnskóla.

Hugmyndafræði vináttuverkefnisins byggir á fjórum gildum
-umburðarlyndi
-virðing
-umhyggja
-hugrekki

Blær bangsi er sá sem hjálpar til að innleiða gildin og stuðlar að vináttueflingu innan leikskólans.
Öll börn Dvergakots fá svo litla eftirmynd af Blæ, sem þau hafa hér í skólanum. Litli Blær er vinur þeirra og þau geta alltaf sótt í félagsskap hans og huggun ef svo ber undir.

Hér má sjá hlekk inn á vef Barnaheillar þar sem lesa má betur um þetta frábæra verkefni.
Vefumsjón