Bangsabrau­

Leikskˇlinn LŠkjarbrekka | 08. nˇvemberá2017
« 1 af 3 »
Í dag fengu börnin bangsabrauð í kaffitímanum. Frú Stella skellti í tvö stór bangsabrauð og nokkur lítil. Öll börnin á eldri deildinni fengu lítinn brauðbangsa til að snæða og svo var einn stór í viðbót handa þeim. Börnin á yngri deildinni skiptu hins vegar á milli sín stóru bangsabrauði.
Brauðin vöktu mikla lukku og sköpuðust líflegar umræður við matarborðið.
Börnunum fanst tilvalið að óska eftir bangsabrauði í tilefni þess að Blær er mættur í hús.
Fleiri myndir eru inni á myndasíðu leikskólans.
Vefumsjˇn