A A A

Valmynd

vikan 1. - 5. október

| 05. október 2012

Vikan 1. - 5. október

Mánudagurinn byrjaði á fríi, sem allir voru mjög ánægðir með.

Á þriðjudag var samfélagsfræði í fyrstu tveimur tímunum, var verið að fara yfir próf sem var lagt fyrir fimmtudaginn síðasta. Í íslensku var farið yfir próf úr lotu 1 með 9. bekk. 8. bekkur var á bókasafni með Ásu að vinna að  markmiðum sínum í lotu 2. Í dönsku var unnið að markmiðum vikunnar. Í ensku var unnið að því að klára vinnubókina, þeir sem voru búnir   bjuggu til draugasögu. Í íþróttum var verið á trampolíni og í fimleikum.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvo tímana og síðan aftur í síðasta tíma fyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Var bekknum skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann í upplýsingamennt hjá Arnari og hinn hópurinn vann í stærðfræði hjá Ásu.    Í upplýsingamennt var haldið áfram með  verkefni í publisher. Dagurinn endaði í náttúrufræði þar sem rætt var um kafla 2.5 og sjálfspróf 2.5 var gert.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem unnið var í bls. 8-15. Í  tjáningu áttu  nemendur að kynna fjölmiðlaverkefnið fyrir samnemendum sínum. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem nemendur voru að vinna með kort af Íslandi. Í síðasta tíma fyrir mat var bekkjarfundur, þar sem rætt var um einelti og eineltisreglur skólans kynntar fyrir nemendum, skapaðist mjög skemmtileg umræða.    Eftir hádegið var íslenska þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum  og þau enduðu daginn í íþróttum þar sem voru æfingar fyrir Íþróttahátíð í Bolungarvík.

Á föstudag var byrjað í íslensku þar sem nemendur eru að vinna að markmiðum sínum í lotu 2. Í stærðfræði eru nemendur að vinna að markmiðum sínum og nokkrir tóku próf. Í dönsku vorum við að leika okkur og að dunda okkur því það var frjáls tími. Í stærðfræði var unnið að markmiðum. Sumir voru búnir á hádegi en aðrir héldu í valfögin sín.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Kveðja Ása   

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir