A A A

Valmynd

Enska - námsefni og áherslur.

| 15. október 2012
Kæru nemendur og foreldrar.

Nú hafa nemendur verið að vinna með lesefnið Action í ensku og unnið vinnubók A með (græna heftið). Námsefnið er fjölbreytt og gott en nú ætlum við að taka tímabil þar sem við leggjum meiri áherslu á málfræði.

Í dag frá nemendur með sér heim lítið heftir sem inniheldur 113 óreglulegar enskar sagnir. Á hverjum þriðjudegi verður sagnapróf úr tíu sögnum í einu, nánar skilgreint í heimavinnuáætlun bekkja á Mentor. Einnig eru nokkrar gagnlegar málfræðiglósur sem við munum vinna með á hverjum mánudegi sem innlögn á töflu. T.d. í dag verður farið yfir óákveðinn greini og ákveðinn greini.

Nemendur vinna svo með enskar málfæðiæfingar, bækur A, B og C. Eftir hvern kafla eða viðfangsefni í bókinni taka nemendur stöðupróf sem kennarar fara yfir, meta stöðuna og framhaldið út frá því. Hver og einn fær viðfangsefni eftir getu og við hæfi hvers og eins.

Haustannarprófið í ensku verður svo úr Action lesbók og vinnubók A ásamt málfræðiprófi úr þeim sögnum og því námsefni sem nemendur hafa unnið. Prófið verður líklega þriðjudaginn 6. nóvember og fá nemendur áherslulista og lesefni með sér heim í vikunni áður.

Endilega hafið samband ef eitthvað er óskýrt.

Bestu kveðjur,
Ása og Hildur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2022 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir