A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýr skólastjóri í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík

| 31. júlí 2012
Nemendur í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík. Mynd af vef skólans.
Nemendur í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík. Mynd af vef skólans.
Hildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í eins árs tímabundið starf skólastjóra Grunn- og tónskóla Hólmavíkur. Hildur tekur við starfinu 1. ágúst 2012. Staðan er auglýst tímabundið í eitt ár en Strandabyggð er nú að hefja úttekt á kostum og göllum sameiningar grunn- leik- og tónskóla í sveitarfélaginu. 

Alls bárust 3 umsóknir um starfið. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka af persónulegum ástæðum. Um ráðningu sáu Bryndís Sveinsdóttir sveitarstjórnarmaður, Katla Kjartansdóttir sveitarstjórnarmaður, Ingibjörg Benediktsdóttir formaður Menntasviðs Strandabyggðar og fyrsti varamaður J-lista í sveitarstjórn, Andrea Jónsdóttir tilvonandi sveitarstjóri og Ingibjörg Valgeirsdóttir núverandi sveitarstjóri. 



Fundur í sveitarstjórn 14. ágúst 2012

| 30. júlí 2012
Hólmavík. Mynd Jón Jónsson.
Hólmavík. Mynd Jón Jónsson.
Fundur 1199 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. ágúst 2012. Fundurinn verður haldinn í Hnyðju og hefst kl. 16:00. 

Útför Sverris Guðbrandssonar heiðursborgara Strandabyggðar fer fram í dag

| 28. júlí 2012
Sverrir Guðbrandsson og Ólafía Jónsdóttir heiðursborgarar Strandabyggðar tóku á móti viðurkenningum á Hamingjudögum 2011.
Sverrir Guðbrandsson og Ólafía Jónsdóttir heiðursborgarar Strandabyggðar tóku á móti viðurkenningum á Hamingjudögum 2011.

Sverrir Guðbrandsson heiðursborgari Strandabyggðar lést sunnudaginn 22. júlí 2012. Útför hans fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag kl. 11:00. 

Sverrir var valinn heiðursborgari Strandabyggðar á hátíðarfundi sveitarstjórnar sem haldinn var á Klifstúni föstudaginn 1. júlí 2011 ásamt Ólafíu Jónsdóttur. Veittu þau viðurkenningu þess efnis móttöku við hátíðlega setningarathöfn Hamingjudaga 2011. Í umsögn um Sverri kom eftirfarandi fram:

Sverrir Guðbrandsson fæddist árið 1921 á Heydalsá í Steingrímsfirði á Ströndum og ólst þar upp. Hann var síðan bóndi á Klúku í Miðdal í 25 ár, en flutti þá með fjölskyldu sinni til Hólmavíkur. Þar starfaði Sverrir lengi sem pakkhúsmaður hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Sverrir og Sigurrós Þórðardóttir kona hans áttu sjö börn og fjölda afkomenda. Á fullorðinsárum ritaði Sverrir æfiminningar sínar og komu þær út í bókinni Ekkert að frétta... sem Vestfirska forlagið gaf út árið 2004. Bókin er sannkallaður gullmoli, jafnt fyrir afkomendur Sverris og aðra Strandamenn. Hún einkennist af persónulegri frásögn og hlýju. Gamansemi fær að njóta sín um leið og brugðið er upp ómetanlegum svipmyndum af mannlífi á Ströndum á 20. öldinni
.


Strandabyggð kveður Sverri Guðbrandsson með hlýju þakklæti og virðingu og sendir fjölskyldu og vinum samúðarkveðjur.

Til fyrirmyndar: Starfsfólk Heilsugæslunnar á Hólmavík

| 27. júlí 2012
Heilsugæslan á Hólmavík. Mynd af vef.
Heilsugæslan á Hólmavík. Mynd af vef.
Starfsfólk Heilsugæslunnar á Hólmavík er vel að því komið að fá þakkir fyrir að vera til fyrirmyndar. Rík þjónustulund, virðing og jákvætt og glaðlegt viðmót eru einkennandi í fari og þjónustu þess góða hóps fólks sem starfar við Heilsugæsluna. Gott orðspor þeirra nær út fyrir Strandabyggð en tilnefningar hafa einnig borist frá íbúum í nágrannasveitarfélögum sem sækja þjónustu til Hólmavíkur.   


Jákvæð og uppbyggileg samskipti eru lykill að farsæld samfélaga. Starfsfólk Heilsugæslunnar á Hólmavík er þar til mikillar fyrirmyndar og leggur sitt af mörkum við að stuðla að heilbrigðu, hraustu og góðu samfélagi á Ströndum.  

Fréttaþátturinn Til fyrirmyndar er afsprengi hvatningarátaksins Til fyrirmyndar sem tileinkað var Frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni á 30 ára kosningarafmæli Vigdísar, þann 29. júní 2010. Í átakinu voru Íslendingar hvattir til að staldra við og huga að því sem vel er gert, jafnt stóru sem smáu. Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur lesendur til að senda inn ábendingar um það sem ykkur finnst vera til fyrirmyndar á Ströndum. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Strandabyggðar eða sendið póst á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merkt Til fyrirmyndar.

Foreldrar/forráðamenn: Áríðandi!

| 26. júlí 2012
Hólmavíkurhöfn. Mynd IV.
Hólmavíkurhöfn. Mynd IV.
Mikil makrílveiði hefur verið við Hólmavíkurhöfn undanfarna daga. Börn og fullorðnir hafa veitt umtalsverðan afla á hafskipabryggjunni í góða veðrinu. Foreldrar/forráðamenn eru eindregið hvattir til að hafa eftirlit með börnum sínum á bryggjunni þar sem mikil hætta getur skapast sé ekki hugað að öryggi þeirra. Börnin eru þar alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna sinna og brýnt að þau séu í fylgd með fullorðnum.




Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón